Upprifjun
Þetta var ég að rifja upp:
"Nú held ég að flestir séu sammála því að Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, sé langt í frá þroskaheftur maður. Þvert á móti held ég að allt sæmilega vel gefið fólk sé tilbúið til að fullyrða með mér að Þröstur sé dæmalaust snjall ritstjóri, hann sé penni sem vert er að gefa gaum, og þeir sem þekkja hann segja að hann sé bara almennt frekar fínn kall. Og því spyr ég, lostinn öllum heimsins furðum: Hvers vegna í ósköpunum eru 19 af hverjum 20 ljóðum sem birtast í Lesbók Þrastar, algert djöfuls endemis rusl?
Hvers vegna langar mig að stinga úr mér augun þegar ég les ljóðin í Lesbókinni á meðan mér þykja greinarnar oftar en ekki sérlega vandaðar, og nánast undantekningalaust áhugaverðar? Er Þröstur í samsæri með Námsgagnastofnun um að sannfæra þjóðina, frá sex ára og upp úr, um að ljóðlistin eigi heima á sorphaugum íslenskrar menningarsögu? Á maður bara að yppa öxlum og vona að Eyjólfur (Þröstur) hressist? Eða stinga höfðinu í sandinn og láta eins og það sé allt í stakasta lagi? Er það íslenskri ljóðlist fyrir bestu að maður þegi yfir þessu? Getur ekki verið, að þó Þröstur sé hinn fínasti kall, þá þurfi einhver að taka sig til og sparka duglega í rassgatið á honum? Og dugi það ekki til er alveg spurning um að berja hann til óbóta. Eru einhverjir sjálfboðaliðar."
X. kafli formála bókarinnar Af ljóðum (skrifaður af yðar óværuverðugum) - sem nýlega var til umræðu í Lesbókinni.
Ég viðurkenni reyndar fúslega að líklega hef ég gengið of langt þarna. En mér stendur heldur ekki beinlínis á sama þegar heilu stofnanirnar virðast leggja sig í líma við að eyðileggja hugmyndir fólks um ljóðlist, hrekja fólk í burtu. Ég hef afskaplega litla trú á því að Þresti finnist ljóðin í lesbókinni góð, og fyrst hann þráast við að hafa þessa reiti undir þau, þá hlýtur hann að vilja birta vond ljóð. Lesbókarljóðin eru líklega þau íslensku ljóð sem eru lesin langvíðast - þó þau endi í sorpinu við enda dags.
Þá rifjaði ég líka upp að Jón Yngvi sagði póstmódernistana - taldi þar til Eirík G., Sölva Björn, Steinar Braga og (jafnvel) Hauk Má, og ég held fáir mótmæli því að Hermann teljist þar með (hann var ekki með skáldsögu fyrir síðustu jól, og því ekki í greininni) - "endurspegla 10-15 ára gamla umræðu. [Bækurnar] eru allar í einhverjum skilningi sjálfssögur, textar sem fjalla fyrst og fremst um aðra texta og sjálfar sig, írónísk úrvinnsla úr hefð."
Ég er reyndar ekki sammála þessu. Eða - ég kannast ekki við að þetta séu hugmyndir sem hafi gengið sér til þurrðar, ég sé ekkert sérstaklega gamaldags í þessum bókum samanborið við aðrar íslenskar (eða erlendar) skáldsögur. Þetta er bara einn litur þessara bóka, einn þráður sem er langt í frá slitinn eða gisinn enn.
En mér finnst merkilegt að þetta hafi verið síðasta ásökun á undan Hermanns um að eitthvað væri "ekki nýtt". Báðum umfjöllunum, Jóns og Hermanns, fylgir grundvallarmisskilningur á hugtakinu nýtt eins og það kemur fyrir í bókmenntum og listum. Það er ekki til neitt nýtt, bara viðleitni til nýs.
Þá rifjaði ég líka upp (og ég tek fram að ekkert af þessu þarf að vera beintengd ætlunum Hermanns eða Þrastar - mér finnst þetta bara merkilegt sjálfum) að í ritdómi um ljóðabók Hermanns - sem birtist hér - uppnefndi ég hann "fyrsta spænska períóðulistamanninn" - sem aftur er auðvitað einhverslags vísun í nýtt/gamalt debattinn - sem er auðvitað afskaplega þreytt tugga.
"Nú held ég að flestir séu sammála því að Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, sé langt í frá þroskaheftur maður. Þvert á móti held ég að allt sæmilega vel gefið fólk sé tilbúið til að fullyrða með mér að Þröstur sé dæmalaust snjall ritstjóri, hann sé penni sem vert er að gefa gaum, og þeir sem þekkja hann segja að hann sé bara almennt frekar fínn kall. Og því spyr ég, lostinn öllum heimsins furðum: Hvers vegna í ósköpunum eru 19 af hverjum 20 ljóðum sem birtast í Lesbók Þrastar, algert djöfuls endemis rusl?
Hvers vegna langar mig að stinga úr mér augun þegar ég les ljóðin í Lesbókinni á meðan mér þykja greinarnar oftar en ekki sérlega vandaðar, og nánast undantekningalaust áhugaverðar? Er Þröstur í samsæri með Námsgagnastofnun um að sannfæra þjóðina, frá sex ára og upp úr, um að ljóðlistin eigi heima á sorphaugum íslenskrar menningarsögu? Á maður bara að yppa öxlum og vona að Eyjólfur (Þröstur) hressist? Eða stinga höfðinu í sandinn og láta eins og það sé allt í stakasta lagi? Er það íslenskri ljóðlist fyrir bestu að maður þegi yfir þessu? Getur ekki verið, að þó Þröstur sé hinn fínasti kall, þá þurfi einhver að taka sig til og sparka duglega í rassgatið á honum? Og dugi það ekki til er alveg spurning um að berja hann til óbóta. Eru einhverjir sjálfboðaliðar."
X. kafli formála bókarinnar Af ljóðum (skrifaður af yðar óværuverðugum) - sem nýlega var til umræðu í Lesbókinni.
Ég viðurkenni reyndar fúslega að líklega hef ég gengið of langt þarna. En mér stendur heldur ekki beinlínis á sama þegar heilu stofnanirnar virðast leggja sig í líma við að eyðileggja hugmyndir fólks um ljóðlist, hrekja fólk í burtu. Ég hef afskaplega litla trú á því að Þresti finnist ljóðin í lesbókinni góð, og fyrst hann þráast við að hafa þessa reiti undir þau, þá hlýtur hann að vilja birta vond ljóð. Lesbókarljóðin eru líklega þau íslensku ljóð sem eru lesin langvíðast - þó þau endi í sorpinu við enda dags.
Þá rifjaði ég líka upp að Jón Yngvi sagði póstmódernistana - taldi þar til Eirík G., Sölva Björn, Steinar Braga og (jafnvel) Hauk Má, og ég held fáir mótmæli því að Hermann teljist þar með (hann var ekki með skáldsögu fyrir síðustu jól, og því ekki í greininni) - "endurspegla 10-15 ára gamla umræðu. [Bækurnar] eru allar í einhverjum skilningi sjálfssögur, textar sem fjalla fyrst og fremst um aðra texta og sjálfar sig, írónísk úrvinnsla úr hefð."
Ég er reyndar ekki sammála þessu. Eða - ég kannast ekki við að þetta séu hugmyndir sem hafi gengið sér til þurrðar, ég sé ekkert sérstaklega gamaldags í þessum bókum samanborið við aðrar íslenskar (eða erlendar) skáldsögur. Þetta er bara einn litur þessara bóka, einn þráður sem er langt í frá slitinn eða gisinn enn.
En mér finnst merkilegt að þetta hafi verið síðasta ásökun á undan Hermanns um að eitthvað væri "ekki nýtt". Báðum umfjöllunum, Jóns og Hermanns, fylgir grundvallarmisskilningur á hugtakinu nýtt eins og það kemur fyrir í bókmenntum og listum. Það er ekki til neitt nýtt, bara viðleitni til nýs.
Þá rifjaði ég líka upp (og ég tek fram að ekkert af þessu þarf að vera beintengd ætlunum Hermanns eða Þrastar - mér finnst þetta bara merkilegt sjálfum) að í ritdómi um ljóðabók Hermanns - sem birtist hér - uppnefndi ég hann "fyrsta spænska períóðulistamanninn" - sem aftur er auðvitað einhverslags vísun í nýtt/gamalt debattinn - sem er auðvitað afskaplega þreytt tugga.